"Maríó!" "Ó! Hjálp!" Velkomin í þáttaröðina okkar þar sem við skoðum hlutverk og birtingarmyndir kvenna í tölvuleikjum Í þáttunum könnum við þau minni, frásagnartól og munstur sem oftast tengjast konum í tölvuleikjum á kerfisbundinn hátt með heildarmyndina í huga. Í þáttaröðinni verða margir vinsælir leikir og ástsælar sögupersónur rýndar á gagnrýninn hátt. en munið, að það er bæði mögulegt, og jafnvel nauðsynlegt, að hafa ánægju af listformi, en vera um leið gagnrýninn á galla þess og neikvæðar hliðar. En komun okkur að efninu, og sökkvum okkur í að kanna Dömu i drama. Við skulum byrja á sögunni um leikinn sem enginn fékk að spila. Árið 1999, vann fyrirtækið 'Rare' að gerð frumsamins leiks fyrir Nintendo 64, sem hét Dinosaur Planet Í leiknum átti önnur af spilanlegu aðalpersónunum að vera 16 ára hetja að nafni Krystal. Hún þurfti að ferðast um tímann, berjast við forsöguleg skrímsli með galdrastafnum sínum og bjarga heiminum. Hún var sterk, hún gat allt og hún var hetja. "Og hver ert þú, dýrastelpa?" "Ég heiti Krystal" Ansi svalt, ekki satt? Eða það hefði verið það. Leikurinn var nefnilega aldrei gefinn út. Þegar þróun verkefnisins var alveg að ljúka, grínaðist frægi leikjahönnuðurinn, Shigeru Miyamoto með að honum finndist að þetta ætti frekar að verða þriðji leikurinn í Star Fox leikjaseríunni sinni. Sem var einmitt það sem hann og Nintendo gerðu á næstu tveimur árum. Þeir endurskrifuðu og -hönnuðu leikinn og gáfu hann út sem Star Fox Adventures fyrir Game Cube árið 2002 Í þessari endurbættu útgáfu, hafði Krystal sem átti að verða aðalpersóna, umbreyst í Dömu í drama og situr nær allan leikinn föst í kristalsfangelsi og bíður eftir að vera bjargað af nýju aðal hetjunni, Fox McCloud. Hasarsenunum í leiknum, sem voru upprunalega samdar fyrir Krystal var breytt þannig að Fox kom í staðinn. Krystal var klædd í efnisminni og kynferðislegri fatnað. "Vá! Hún er falleg!!" "Hvað er ég að gera?" Og, já. Þarna er spiluð hallærisleg saxafóntónlist til að það sé alveg á tæru að hún er núna girnileg, jafnvel meðan hún er meðvitundarlaus. Til að kóróna allt saman, notar Fox núna galdrastafinn hennar í baráttu sinni til að bjarga henni. Sagan um það hvernig Krystal breyttist úr aðal hetjunni í sínu eigin magnaða ævintýri í framtakslaust fórnarlamb í leik einhvers annars sýnir hvernig Dömu í drama minnið gerir kvenpersónur valdalausar og sviptir þær tækifærinu á að vera hetjur upp á sitt einsdæmi Á ensku kallast Dama í drama 'Damsel in distress', sem er á frönsku 'demoiselle en détresse'. 'Demoiselle' þýðir bara 'ung kona' en 'détresse' má þýða sem, hræðsla eða örvænting þess sem er yfirgefinn, hjálparlaus eða í hættu. Sem minni, er Dama í drama frásagnartól þar sem kvenpersóna er sett í háskalegar aðstæður sem hún sleppur ekki úr að sjálfsdáðum og þarf að vera bjargað af karlpersónu, og er oftast helsta hvatning eða markmið aðalpersónunnar í sögunni. Í tölvuleikjum er þetta oftast gert með mannráni en daman getur líka verið fryst eða andsetin, til dæmis. Oft er Daman fjölskyldumeðlimur hetjunnar eða hann ástfanginn af henni - prinsessur, eiginkonur, kærustur og systur eru gjarnan notaðar. Vissulega er Dama í drama nokkrum þúsundum ára eldri en tölvuleikir. Minnið er hægt að rekja til forngrísku goðsagnarinnar um Perseus. Í goðsögninni er sæskrímsli í þann mund að gleypa Andrómedu