Damsel in Distress: Part 1 - Tropes vs Women in Video Games
-
0:00 - 0:02"Mario!"
-
0:03 - 0:05"Ó! Hjálp!"
-
0:25 - 0:30Velkomin í þáttaröðina okkar þar sem við skoðum
hlutverk og birtingarmyndir kvenna í tölvuleikjum -
0:30 - 0:36Í þáttunum könnum við þau minni, frásagnartól
og munstur sem oftast tengjast konum í tölvuleikjum -
0:36 - 0:39á kerfisbundinn hátt
með heildarmyndina í huga. -
0:39 - 0:43Í þáttaröðinni verða margir vinsælir leikir og
ástsælar sögupersónur rýndar á gagnrýninn hátt. -
0:43 - 0:46en munið, að það er bæði mögulegt,
og jafnvel nauðsynlegt, -
0:46 - 0:53að hafa ánægju af listformi, en vera um leið
gagnrýninn á galla þess og neikvæðar hliðar. -
0:53 - 0:57En komun okkur að efninu,
og sökkvum okkur í að kanna Yngismær í neyð. -
0:58 - 1:01Við skulum byrja á sögunni um
leikinn sem enginn fékk að spila. -
1:01 - 1:09Árið 1999, vann fyrirtækið 'Rare' að gerð frumsamins
leiks fyrir Nintendo 64, sem hét Dinosaur Planet -
1:09 - 1:14Í leiknum átti önnur af spilanlegu aðalpersónunum
að vera 16 ára hetja að nafni Krystal. -
1:14 - 1:19Hún þurfti að ferðast um tímann, berjast við
forsöguleg skrímsli með galdrastafnum sínum -
1:19 - 1:24og bjarga heiminum. Hún var sterk,
hún gat allt og hún var hetja. -
1:24 - 1:27"Og hver ert þú, dýrastelpa?"
-
1:27 - 1:29"Ég heiti Krystal"
-
1:40 - 1:42Ansi svalt, ekki satt?
-
1:42 - 1:45Eða það hefði verið það.
Leikurinn var nefnilega aldrei gefinn út. -
1:45 - 1:50Þegar þróun verkefnisins var alveg að ljúka,
grínaðist frægi leikjahönnuðurinn, Shigeru Miyamoto -
1:50 - 1:55með að honum finndist að þetta ætti frekar að
verða þriðji leikurinn í Star Fox leikjaseríunni sinni. -
1:55 - 1:57Sem var einmitt það sem hann og Nintendo
gerðu á næstu tveimur árum. -
1:57 - 2:03Þeir endurskrifuðu og -hönnuðu leikinn og gáfu hann út
sem Star Fox Adventures fyrir Game Cube árið 2002 -
2:03 - 2:09Í þessari endurbættu útgáfu var Krystal, sem hafði
verið aðalpersónan, orðin að Yngismær í neyð -
2:09 - 2:13og situr, megnið af leiknum, föst í kristalsfangelsi
-
2:13 - 2:16og bíður eftir að vera bjargað
af nýju aðal hetjunni, Fox McCloud. -
2:16 - 2:19Hasarsenunum í leiknum, sem voru
upprunalega samdar fyrir Krystal -
2:19 - 2:22var breytt þannig að Fox kom í staðinn.
-
2:22 - 2:25Krystal var klædd í efnisminni og kynferðislegri fatnað.
-
2:26 - 2:29"Vá! Hún er falleg!!"
-
2:36 - 2:38"Hvað er ég að gera?"
-
2:38 - 2:44Og, já. Þarna er spiluð hallærisleg saxafóntónlist
til að það sé alveg á tæru -
2:44 - 2:48að hún er núna girnileg, jafnvel
meðan hún er meðvitundarlaus. -
2:48 - 2:56Til að kóróna allt saman, notar Fox núna galdrastafinn
hennar í baráttu sinni til að bjarga henni. -
2:56 - 2:59Sagan um það hvernig Krystal breyttist úr
aðal hetjunni í sínu eigin magnaða ævintýri -
2:59 - 3:02í framtakslaust fórnarlamb í leik einhvers annars
-
3:02 - 3:06sýnir hvernig Yngismær í neyð minnið
gerir kvenpersónur valdalausar -
3:06 - 3:09og sviptir þær tækifærinu á að vera
hetjur upp á sitt einsdæmi -
3:10 - 3:15Á ensku kallast Yngismær í neyð 'Damsel in distress',
sem er á frönsku 'demoiselle en détresse'. -
3:15 - 3:17'Demoiselle' þýðir bara 'ung kona'
-
3:17 - 3:24en 'détresse' má þýða sem, hræðsla eða örvænting
þess sem er yfirgefinn, hjálparlaus eða í hættu. -
3:24 - 3:27Sem minni, er Yngismær í neyð, frásagnartól
-
3:27 - 3:30þar sem kvenpersóna er sett í háskalegar aðstæður
-
3:30 - 3:35sem hún sleppur ekki úr að sjálfsdáðum
og þarf að vera bjargað af karlpersónu, -
3:35 - 3:39og er oftast helsta hvatning eða markmið
aðalpersónunnar í sögunni. -
3:39 - 3:42Í tölvuleikjum er þetta oftast gert með mannráni
-
3:42 - 3:46en yngismærin getur líka
t.d. verið fryst eða andsetin. -
3:46 - 3:51Oft er yngismærin fjölskyldumeðlimur
hetjunnar eða hann ástfanginn af henni - -
3:51 - 3:57prinsessur, eiginkonur, kærustur
og systur eru gjarnan notaðar. -
3:57 - 4:02Vissulega er Yngismær í neyð nokkrum
þúsundum ára eldri en tölvuleikir. -
4:02 - 4:07Minnið er hægt að rekja til forngrísku
goðsagnarinnar um Perseus. -
4:07 - 4:11Í goðsögninni er sæskrímsli í þann
mund að gleypa Andrómedu -
4:11 - 4:14þar sem hún er bundin nakin við klett, sem mannfórn.
-
4:14 - 4:19Perseus drepur skrímslið, bjargar prinsessunni
og gerir hana að eiginkonu sinni. -
4:19 - 4:25Á miðöldum var Yngismær í neyð algengt minni
í fjölmörgum kvæðabálkum, og ævintýrum. -
4:25 - 4:29Björgun varnarlausrar konu var oft
sett fram sem grunnur að öllu -
4:29 - 4:33eða tilgangur lífins í
rómönsum og ljóðum þessa tíma, -
4:33 - 4:39um farand-riddara í ævintýraleit til að
sanna hetjulund sína, krafta og dygð. -
4:39 - 4:43Í byrjun 20.aldar urðu kvenkyns
fórnarlömb, uppáhalds klisja -
4:43 - 4:49á upphafsárum bandaríska kvikmyndaiðnaðarins,
af því hún var einfalt frásagnartól fyrir bíótjaldið. -
4:49 - 4:55Frægt dæmi er stuttmynd frá 1913 um Keystone
löggurnar - *Barney Oldfield's Race for a Life* -
4:55 - 5:01en þar er hið klassíska atriði: Kona bundin við
járnbrautarteina af illmenni með yfirvaraskegg. -
5:04 - 5:07Um þetta leyti birtist sagnaminnið um risa-
apann, sem nemur öskrandi konu á brott -
5:07 - 5:12og nær mikilli útbreiðslu og vinsældum
í öllum tegundum miðlunar. -
5:12 - 5:15t.d. er ástkona Tarsans, Jane,
hremmd af groddalegum mannapa. -
5:15 - 5:20í reyfara Edgar Rice Burroughs
frá 1912 *Tarsan og aparnir.* -
5:20 - 5:24Árið 1930 notaði Walt Disney þetta
minni, í Mikka mús teiknimynd -
5:24 - 5:26sem hét *The Gorilla Mystery*.
-
5:29 - 5:35Myndefnið var einnig notað af bandaríska hernum
á auglýsinga veggspjaldi fyrir Fyrri heimstyrjöldina. -
5:35 - 5:39En árið 1933 gerðist tvennt,
sem fimmtíu árum síðar -
5:39 - 5:46gerði það að Yngismær í neyð minnið varð
grunnvallar þáttur í tölvulekjum sem miðli. -
5:46 - 5:52Annars vegar, Paramount Pictures kynnti
til sögunnar teiknimyndirnar um Stjána bláa. -
5:52 - 5:59Formúlan í flestum stuttmyndunum var Stjáni
að bjarga Stínu Stöng frá mannræningjum. -
5:59 - 6:05Hins vegar, í marsmánuði, frumsýndi RKO
kvikmyndaverið hina gríðarvinsælu King Kong -
6:05 - 6:11þar sem risa api rænir ungri konu og er loks drepinn
meðan hann reynir að halda yfirráðum yfir henni. -
6:13 - 6:17Spólum nú áfram til 1981, þegar
japanska fyrirtækið Nintendo -
6:17 - 6:20fékk ungum hönnuði að nafni Shigeru Miyamoto
-
6:20 - 6:24það verkefni að búa til nýjan leik í
spilakassa á Bandaríkjamarkað. -
6:24 - 6:28Í byrjun var hugmyndin að gera leik
með Stjána bláa í aðalhlutverki -
6:28 - 6:31en þegar Nintendo tókst ekki að tryggja sér réttinn
-
6:31 - 6:37bjó Miyamoto til sínar eigin persónur til að fylla í
eyðurnar, með sterkri tilvísan í *King Kong* -
6:40 - 6:44Hetja leiksins 'Jump Man' hafði það hlutverk
að bjarga yngismeyju sem hét 'Lady' -
6:44 - 6:47sem hafði verið numin á brott af risa apa.
-
6:47 - 6:51Í seinni útgáfum fékk hún nafnið 'Pauline'.
-
6:52 - 6:57Jafnvel þótt Donkey Kong sé e.t.v. frægasti
gamli spilakassaleikurinn með Yngismær í neyð -
6:57 - 6:59þá var hann ekki fyrsta skiptið sem
Miyamoto notaði þetta minni. -
6:59 - 7:05Tveimur árum fyrr hafði hann
aðstoðað við hönnun leiksins 'Sheriff'. -
7:05 - 7:08Í honum var kvenlegt hrúgald af punktum
-
7:08 - 7:12kallað 'Beauty' (Hin Fallega),
sem þurfti að bjarga frá flokki bófa. -
7:12 - 7:18Hetjan fær svo 'sigurkoss' í verðlaun
fyrir hugrekki sitt, í lokin. -
7:18 - 7:21Nokkrum árum síðar, endurnýtti Miyamoto
hönnun sína að Donkey Kong. -
7:21 - 7:25Pauline varð fyrirmyndin að nýrri
yngismær, prinsessunni 'Toadstool' -
7:25 - 7:29og 'Jump Man' breyttist í vel þekktan pípara.
-
7:40 - 7:45Prinsessan 'Peach' er að mörgu leyti
dæmigerðasta útgáfan af Yngismær í neyð. -
7:45 - 7:51Þessi ólánssama prinsessa er í fjórtan af
grunn-leikjunum í Super Mario Bros röðinni -
7:51 - 7:53og henni er rænt í þrettán þeirra.
-
8:02 - 8:05Norður Ameríska útgáfan af
Super Mario Bros 2, frá 1988 -
8:05 - 8:10er eini leikurinn í grunn-leikjaröðinni
þar sem Peach er ekki rænt -
8:10 - 8:12og er jafnframt eini leikurinn þar sem
leikmen geta valið að spila sem hún, -
8:12 - 8:16þó rétt sé að taka fram að sá leikur átti
upphaflega ekki að verða Mario leikur. -
8:16 - 8:20Leikurinn var upphaflega gefinn út
í Japan með allt öðru heiti -
8:20 - 8:22kallaður "Yume Kōjō: Doki Doki Panic"
-
8:22 - 8:27sem mætti þýða sem "Draumasmiðja: Stressandi panikk"
-
8:38 - 8:46Nintendo í Bandaríkjunum fannst upprunalegi japanski
Super Mario Bros 2 of erfiður og líkur fyrsta leiknum -
8:46 - 8:51svo þeir breyttu "Doki Doki Panic" til að
innihalda Mario og Luigi í staðinn. -
8:51 - 8:55En í Japanska leiknum var hægt
að spila fjórar persónur. -
8:59 - 9:04Svo hönnuðirnir ákváðu að nota Toad og
Prinsessuna til að fylla í seinustu tvö hólfin -
9:04 - 9:08til að vinna út frá teikningum sem voru til fyrir.
-
9:08 - 9:13Svo í raun og veru, var Peach
eiginlega óvart spilanleg þarna.
- Title:
- Damsel in Distress: Part 1 - Tropes vs Women in Video Games
- Description:
-
This video explores how the Damsel in Distress became one of the most widely used gendered clichés in the history of gaming and why the trope has been core to the popularization and development of the medium itself.
As a trope the Damsel in Distress is a plot device in which a female character is placed in a perilous situation from which she cannot escape on her own and must then be rescued by a male character, usually providing a core incentive or motivation for the protagonist's quest.
ABOUT THE VIDEO SERIES
The Tropes vs Women in Video Games project aims to examine the plot devices and patterns most often associated with female characters in gaming from a systemic, big picture perspective. This series will include critical analysis of many beloved games and characters, but remember that it is both possible (and even necessary) to simultaneously enjoy media while also being critical of it's more problematic or pernicious aspects.MORE INFO
For more examples of the Damsel in Distress see our Tumblr for this series:
http://tropesversuswomen.tumblr.comVisit http://www.feministfrequency.com for more information, videos and a full transcript. English language captions coming soon!
This video series is created by Anita Sarkeesian and the project was funded by 6968 awesome backers on Kickstarter.com
ABOUT COMMENTS
Comments are currently closed (for obvious reasons) however, please feel free to share and embed this video on your own blogs and social media networks to facilitate discussions on the topic.For more information on Cyber mobs and gendered online harassment, you can watch my TEDxWomen talk on the topic: https://www.youtube.com/watch?v=GZAxwsg9J9Q
- Video Language:
- English
- Team:
Feminist Frequency
- Duration:
- 23:35
![]() |
Már Örlygsson edited Icelandic subtitles for Damsel in Distress: Part 1 - Tropes vs Women in Video Games | |
![]() |
Már Örlygsson edited Icelandic subtitles for Damsel in Distress: Part 1 - Tropes vs Women in Video Games | |
![]() |
Már Örlygsson edited Icelandic subtitles for Damsel in Distress: Part 1 - Tropes vs Women in Video Games | |
![]() |
Már Örlygsson edited Icelandic subtitles for Damsel in Distress: Part 1 - Tropes vs Women in Video Games | |
![]() |
Már Örlygsson edited Icelandic subtitles for Damsel in Distress: Part 1 - Tropes vs Women in Video Games | |
![]() |
Már Örlygsson edited Icelandic subtitles for Damsel in Distress: Part 1 - Tropes vs Women in Video Games | |
![]() |
Már Örlygsson edited Icelandic subtitles for Damsel in Distress: Part 1 - Tropes vs Women in Video Games | |
![]() |
Már Örlygsson edited Icelandic subtitles for Damsel in Distress: Part 1 - Tropes vs Women in Video Games |